Auður Ava fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar eru Sigríður Ingimundardóttir (1922-2017) húsmóðir og Ólafur Tryggvason (1913-2003) rafmagnsverkfræðingur og var Auður fjórða í röð fimm systkina.[1]
Auður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund[1], stundaði nám í ítölskum bókmenntum við háskólann í Bologna 1978-1979, lauk BA-prófi í sagnfræði og bókmenntum frá Háskóla Íslands og stundaði nám í listasögu við Sorbonne háskóla í París á árunum 1982-1988.[2]