Einhvern tíma milli 279 og 274 f.Kr. flúði Arsinóe 2. til bróður síns í Egyptalandi undan hálfbróður sínum Ptólemajosi Kerános og fékk hann brátt til að dæma Arsinóe 1. fyrir drottinsvik. Hún var þá rekin í útlegð til borgarinnar Koptos í Efra Egyptalandi. Hugsanlega tengist útlegð hennar útlegð Þeoxenu yngri sem Ptólemajos dæmdi útlæga um sama leyti. Ptólemajos giftist síðan Arsinóe 2.
Arsinóe 1. lifði í 20 ár í útlegð. Hún hélt hirð og lifði við töluverðan munað. Fundist hefur steintafla í Koptos sem vísar til Arsinóe sem eigikonu konungsins án þess að nafn hennar komi fyrir í hylki eins og venja er með konungleg nöfn.
Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!