Apolloni var helguð véfrétt í Delfí þar sem hann var einkum dýrkaður sem spádómsguðinn Apollon. Sem lækningaguð var hann álitinn geta bæði verndað heilsu og læknað og sent sjúkdóma og plágur. Sem guð tónlistar var táknmynd hans lýran sem Hermes bjó til handa honum.