Apía er höfuðborg og stærsta borg Samóaeyja á miðri norðurströnd eyjarinnar Upolu. Apía er eina eiginlega borgin á Samóaeyjum. Hún er í héraðinu Tuamasaga. Íbúar eru tæplega 40 þúsund. Borgin er hafnarborg og helsta útflutningshöfn eyjanna. Þaðan ganga ferjur til Tókelá og Bandarísku Samóa.