Andrzej Wajda

Andrzej Wajda
Wajda árið 1963.
Fæddur
Andrzej Witold Wajda

6. mars 1926(1926-03-06)
Dáinn9. október 2016 (90 ára)
Varsjá í Póllandi
ÞjóðerniPólskur
SkóliKvikmyndaskólinn í Łódź
Störf
  • Kvikmyndaleikstjóri
  • Leikhúsleikstjóri
Ár virkur1951–2016
Maki
  • Gabriela Obremba (g. 1949; sk. 1959)
  • Zofia Żuchowska (g. 1959; sk. 1967)
  • Beata Tyszkiewicz (g. 1967; sk. 1969)
  • Krystyna Zachwatowicz
    (g. 1974)
Verðlaun
Undirskrift

Andrzej Witold Wajda (6. mars 1926 - 9. október 2016) var pólskur kvikmynda- og leikhúsleikstjóri. Hann hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1981 og hefur einnig hlotið heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni, Berlinale og Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Hann var einkum þekktastur fyrir stríðsmyndaþríleik sinn; Pokolenie (1955), Kanał (1957) og Popiół i diament (1958).

Æska

Wajda fæddist í Suwałki í Póllandi. Móðir hans var Aniela Białowąs, skólakennari, og faðir hans Jakub Wajda, herforingi. Árið 1942 gekk hann til liðs við pólsku andspyrnuhreyfinguna og þjónaði Heimahernum (Armia Krajowa). Eftir stríðið lærði hann að vera málari við Listaskólann í Kraká áður en hann gekk í Kvikmyndaskólann í Łódź, þar sem margir frægir pólskir leikstjórar, svo sem Roman Polanski, lærðu.

Kvikmyndaskrá

Sem leikstjóri

Ár Upprunalegur titill Íslenskur titill Athugasemdir
1951 Zły chłopiec Stuttmynd
Ceramika ilzecka Stuttmynd
1953 Kiedy ty śpisz Stuttmynd
1955 Pokolenie Kynslóð
Idę do słońca Heimildarmynd um Xawery Dunikowski
1957 Kanał
1958 Popiół i diament Aska og demantar
1959 Lotna
1960 Niewinni czarodzieje
1961 Powiatowa lady Makbet
Samson
1962 L'amour à vingt ans
1965 Popioly
1968 Przekładaniec
Bramy Raju
1969 Wszystko na sprzedaż Allt er falt
Polowanie na muchy
1970 Brzezina
Krajobraz po bitwi
1972 Pilatus und andere
1973 Wesele
1974 Ziemia obiecana Fyrirheitna landið
1976 Smuga cienia
1977 Człowiek z marmuru Marmaramaðurinn
1978 Bez znieczulenia Án deyfingar
1979 Panny z Wilka
1980 Z biegiem lat, z biegiem dni Sjónvarpsþættir
Dyrygent Stjórnandinn
1981 Człowiek z żelaza Járnkarlinn
1983 Danton
Eine Liebe in Deutschland Ást í Þýskalandi
1985 Kronika wypadków miłosnych
1988 Proust contre la déchéance
Les possédes Hinir óðu
1990 Korczak
1992 Pierścionek z orłem w koronie
1994 Nastasja
1995 Wielki Tydzień Heilög vika
1996 Panna Nikt Fröken ekki neitt
1999 Pan Tadeusz
Bigda idzie! Sjónvarpsleikrit
2000 Wyrok na Franciszka Kłosa
2001 Noc czerwcowa Sjónvarpsleikrit
2002 Przerwane milczenie
Zemsta
2005 Czlowiek z nadziei Stuttmynd
2007 Katyń
2009 Tatarak
2013 Wałęsa. Człowiek z nadziei
2016 Powidoki

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!