Alexander Christian Smith

Alexander Christian Smith var lögmaður norðan og vestan á Íslandi á 18. öld. Hann sat á Bessastöðum.

Hann hafði verið átta ár í þjónustu hjá sendiherrum Dana í París og kynntist þar Lafrentz amtmanni. Þegar hann sótti um lögmannsembætti á Íslandi 1734 lagði hann fram vitnisburð frá Lafrentz um að hann þekkti lög og rétt, kynni tungu landsmanna og hefði ætíð verið guðhræddur og skikkanlegur maður. Smith var veitt embættið 26. mars 1734 og kom hann til landsins um vorið og var á Alþingi það ár og næsta. Hann fór svo utan og sagði af sér embætti í apríl 1736. Það ár gegndi Magnús Gíslason lögmannsembættinu um allt land.

Um embættisferil Smiths segir Jón Sigurðsson: „Smith lögmaðr sýndi enga framkvæmd í lögmennsku sinni; hann dæmdi einsamall einn dóm á Íslandi, sem um er getið; ekki tók hann heldr neinn þátt í lögbókarstörfum. Þegar hann kom til Danmerkr varð hann umsjónarmaðr á Hlöðugarðinum hjá Kaupmannahöfn.“

Heimildir


Fyrirrennari:
Benedikt Þorsteinsson
Lögmaður norðan og vestan
(17341735)
Eftirmaður:
Magnús Gíslason


Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!