9. janúar - Gyðingum í Basel í Sviss safnað saman og þeir brenndir þar sem fólk taldi þá bera ábyrgð á plágunni.
14. febrúar - Um tvö þúsund gyðingar voru brenndir á báli í Strassborg. Alls er talið að sextán þúsund gyðingar hafi verið drepnir í borginni þetta ár.
Svarti dauði barst til Björgvinjar þegar þangað rak enskt skip og öll áhöfnin var látin úr pestinni.
Gífurlegur manndauði í Noregi. Allir biskupar dóu nema Salómon biskup í Osló og tveir biskupar sem voru staddir í landinu, Ormur Ásláksson Hólabiskup og Jón skalli Grænlandsbiskup, og tveir sem vígðir voru í sóttinni, annar þeirra Gyrðir Ívarsson Skálholtsbiskup.
Klemens VI páfi ógilti hjónaband jarlsins af Salisbury og Jóhönnu af Kent á þeirri forsendu að hún væri þegar gift Tómasi Holland, jarli af Kent.