Þvereyri (færeyska: Tvøroyri) er þorp á Suðurey í Færeyjum með um 850 íbúa. Fiskvinnsla er ein mikilvægasta atvinnugreinin þar. Í bænum eru söfnin Tvøroyrar Bygda og Sjósavn og Gallarí Oyggin. Árlega í lok júní fer fram hátíðin Jóansøka sem svipar til Ólafsvöku. Elsta knattspyrnufélag Færeyja var stofnað í bænum árið 1892; TB Tvøroyri. Daglega eru ferjusiglingar milli Þórshafnar og Þvereyrar. Trongisvágur er þorp sem er samvaxið Þvereyri.