Þrístökk er frjálsíþróttagrein sem svipar nokkuð til langstökks nema hvað sá sem stekkur skýtur niður fætinum tvö auka skipti eftir fyrsta stökkið. Saman eru þau flokkuð sem flöt stökk á móti hæðarstökkum.
Keppt var í þrístökki á hinum fornu Ólympíuleikum og hún hefur verið föst keppnisgrein síðan Ólympíuleikarnir voru endurvaktir árið 1896.
Samkvæmt reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins skal stökkið tekið þannig að íþróttamaðurinn lendir fyrst á sama fæti og hann stökk með og tekur þá annað stökkið, en endar með öndverðum fæti.
Nústandandi heimsmet (utanhúss í karlaflokki) er 18,29 m. Heimsmethafi er Bretinn Jonathan Edwards.
Íslandsmet kvenna er 13,61 og var slegið þrítugasta júní 2024 af Irmu Gunarrsdóttur[1]