Úrkoma í veðurfræði er þegar vatn á fljótandi eða föstu formi fellur til jarðar úr skýjum og telst til veðurs. Föst úrkoma nefnist snjókoma eða ofankoma, en snjór þegar hún hefur náð niður á jörðu. Skúrir eða él falla úr skúra-/éljaskýjum, súld eða frostúði úr þokuskýjum, en önnur úrkoma ýmist úr grábliku eða regnþykkni. (Flákaský gefa yfirleitt ekki úrkomu, þó stundum megi finna fyrir dropum undir þeim.) Tegund úrkomu er skráð og úrkomumagn mælt á mönnuðum veðurathugunarstöðvum, sem Veðurstofa Íslands rekur.
Tegundir úrkomu