Ólafur Thorlacius (stundum nefndur Ólafur Thorlacius riddari) (1762-1815), var verslunar- og útgerðarmaður á Bíldudal. Hann var frá Hlíðarhúsum í Reykjavík, sonur hjónanna Þórðar Sighvatssonar og Ingiríðar Ólafsdóttur Thorlacius. Ólafur naut mikillar virðingar og varð riddari af Dannebrog.