Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (skammstafaðÍSÍ) eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og æðsti aðili frjálsar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Eitt af meginverkefnum ÍSÍ er að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi á Íslandi, auk þess að stuðla að þróun hvers kyns íþrótta, jafnt almennings- sem afreksíþrótta.
Frumkvæði að stofnun sambandsins átti Sigurjón Pétursson glímukappi, hann hitti síðan að máli vini sína Axel Tulinius og Guðmund Björnsson landlækni. Undirbúningsfundur var haldinn í Bárubúð 18. jan. 1912 og stofnfundur í sama húsi tíu dögum síðar þann 28.