Orsök þessara miklu eldvirkni á Íó er líklega að finna í flóðkröftunum á milli Íó, Júpíters og tveggja annarra tungla Júpíters, Evrópu og Ganýmedesar. Tunglin þrjú eru föst á svokölluðum Laplace-brautum, þannig að Íó fer tvær umferðir í kringum Júpíter fyrir hverja eina umferð Evrópu, sem fer tvær umferðir fyrir hverja eina umferð Ganýmedesar. Þar að auki snýr Íó alltaf sömu hlið að Júpíter. Þyngdarverkunin á milli Júpíters, Evrópu og Ganýmedesar toga og teygja Íó um allt að 100 metra, ferli sem myndar hita vegna innri núnings.
Gosstrókar á Íó hafa mælst teygja sig upp í meira en 300 km hæð yfir yfirborðið, áður en þeir byrja að falla niður. Hraði efnisins sem þeytist upp af yfirborðinu er um 1 km/s. Eldgosin á Íó eru síbreytileg. Á aðeins fjórum mánuðum á milli komu geimfarannaVoyager 1 og Voyager 2, fjöruðu sum eldgosin út á meðan önnur hófust. Efnið sem settist til í kringum gosopin breytti einnig um ásýnd á þessu tímabili.