Margar ævisögur hafa verið gefnar út um ævi Piaf en samt er ævi hennar enn að miklu leyti óþekkt. Hún fæddist sem Édith Giovanna Gassion í Belleville, París. Hún var nefnd eftir Edith Cavell, sem var bresk hjúkrunarkona í fyrri heimstyrjöldinni, og var tekin af lífi fyrir að hjálpa frönskum hermönnum að flýja þýskar herbúðir. Seinna nafn Édith, Piaf, þýðir á frönsku „Lítill fugl“ sem hún tók sér þegar hún var um tvítugt.